Eygló jakki - limited edition
St. M
Mjög vel með farinn
Eygló hefur löngum getið sér gott orð innan hönnunarsamfélagsins á Íslandi með tilraunakenndum fatalínum sínum. Verðbréfamarkaðir, trúarbrögð og glæpasögur eru meðal þeirra fjölmörgu hugðarefna sem hafa náð til Eyglóar og hefur hún notað fjölmargar mismunandi aðferðir við útfærslur í textíl og sníðagerð. Þekktust er hún eflaust fyrir munstruðu silkisettin sín og ullarkjóla en það má segja að hún hafi fyrst slegið í gegn með línunni sinni "Murder She Wrote" þar sem hún notaði laserskurð í bland við prent og prjón en hún hlaut viðurkenninguna "Fashion Design of the Year" frá Grapevine fyrir þá línu. Eygló leggur sig fram við að skapa eitthvað nýtt með hverri línu en gætir þess þó að fatnaðurinn sé klæðilegur og þægilegur úr vönduðum efnum. Öll framleiðslan fer fram í Evrópu og er rekjanleg til þeirra sem búa vöruna til.
Pre-loved flíkur geta sýnt ummerki um notkun